Lengd námskeiðs
1 vika
Lengd námskeiðs
1 vika
Námsefnið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim. Um helmingur kennslunnar fer fram utandyra.
Þetta námskeið er talsvert frábrugðið hefðbundnu skyndihjálparnámskeiði að ýmsu leyti, m.a. eru nemendur undir það búnir að þurfa að sinna sjúklingi í töluvert lengri tíma en þyrfti í byggð ásamt því að nemendur fá þjálfun í því að undirbúa flutning og flytja slasað og veikt fólk. Notast er við námsefni frá Björgunarskólanum.
Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemandi kunni að bregðast við óhöppum sem kunna að verða við allskyns aðstæður utandyra.
Arnar Páll hefur yfir tuttugu ára reynslu sem viðbragðsaðili, í björgunarsveitum, slökkviliði og utanspítalaþjónustu. Arnar útskrifaðist Oslo Metropolitan university með B.Sc. í Paramedicine (Bráðafræði) árið 2019, einn sá fyrsti hérlendis. Útivistin er eitt af hans aðal áhugamálum og til að sameina menntun, reynslu og áhugamál stofnaði hann Norea Medical sem býður m.a. upp á sérsniðin fyrstu hjálpar námskeið fyrir skóla eins og okkar, ásamt því að manna stöður expedition medics í leiðangrum víðsvegar um heiminn, má þar nefna Himalayafjöllin, Grænland og Suður heimskautið.