Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri Lýðskólans á Flateyri undirrituðu samning um rekstur skólans næsta skólaárs, 2020 – 2021.
Samningur þessi er skólanum afar mikilvægur, tryggir rekstur skólans næsta skólaár og gerir okkur kleift að undirbúa betur áframhaldandi starfsemi skólans til framtíðar.
Við höfum nú opnað fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2020-2021, umsóknarfrestur er til 15. júní 2020.
Sjá umfjöllun ráðuneytisins um samninginn og undirritunina hér: