Viðburðastjórnun

Viðburðastjórnun

Markmið námskeiðs er að gera nemendur færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, eins og fundum, tónleikum, hátíðum, málþingum eða starfsmannaveislum. Áhersla er lögð á samþættingu hagnýtra og fræðilegra þátta viðburðastjórnunar og byggt er á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

Komið verður inn á mikilvægi liðsheildar við undirbúning viðburða.

Undirstaða góðs skipulags er góð verkefnastjórn og farið verður í að gera áætlanir, hvernig koma á viðburði á framfæri, framkvæmd og eftirfylgni.

Sara Jónsdóttir viðburða- og verkefnastjóri

Sara er menntuð í viðskipta- og markaðsfræði. Hún hefur víðtæka reynslu af viðburðastjórn. Hún var stjórnandi HönnunarMars og ráðstefnunnar DesignTalks til fjögurra ára og verkefnastjóri Hönnunarverðlauna Íslands. Hún var er ein af stofnendum íslensku heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar, starfaði í nokkur ár hjá Jónsson & Le’macks auglýsingastofu við umsjón og gerð markaðsefnis og rak almannatengslastofu fyrir fatahönnuði í Kaupmannahöfn. Sara rekur Vagninn á Flateyri í teymi góðs fólks, hannar stundum bakarí, skrifstofur og bari og svo er hún nýútskrifaður jógakennari.