Lengd námskeiðs
1 vika
Lengd námskeiðs
1 vika
Farið verður vel yfir allt sem þarf að huga að við undirbúning, framkvæmd og frágang þegar verið er að skipuleggja stóran viðburð. Unnið verður markvisst með markaðssetningu og greiningu. Rætt verður um gildi samfélagsverkefna og hvað þau gefa okkur og öðrum. Markmið samfélagsviku er að nemendur fái frjálsar hendur og vinni í smærri hópum að verkefnum sem skila af sér afurð í formi viðburða, námskeiða, sýninga, vöru, þjónustu eða öðru sem nýta má og skila til baka til samfélagsins á Flateyri eða nýta í samstarfi við aðra íbúa.
Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemandi viti hvað þarf til að halda viðburð, allt frá hugmynd að framkvæmd.
Sassa er með BS gráðu í iðjuþjálfun frá Bandaríkjunum og hefur síðustu 25 árin sérhæft sig í ævintýrameðferð og meðferðarvinnu með börnum og unglingum.
Hún starfar sem iðjuþjálfi í Hagaskóla en starfaði lengi á BUGL og á Reykjalundi. Sassa hefur víðtæka reynslu af kennslu og námskeiðshaldi fyrir börn og fullorðna og bjó í þrjú yndisleg ár í Valencia á Spáni.
Í frítíma sínum elskar Sassa að halda matarboð, syngja í kór og dansa með vinkonum sínum og ferðast eins oft og tækifæri gefst.