Kennslustjóri ber ábyrgð á því að kennsla við skólann fari fram með tilskildum hætti og að kennsluhættir og gæðamat sé í samræmi við stefnumótun og gildi skólans. Kennslustjóri er tengiliður skólans við kennara og tekur þátt í að þróa og móta skólastarf, kennsluhætti og eftirfylgd með framvindu nemenda. Kennslustjóri er staðgengill skólastjóra og kemur að almennum stjórnunarstörfum eftir þörfum.
Við leitum að drífandi og útsjónasömum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og hefur áhuga á að taka þátt í að móta starfið í nýjum og öðruvísi skóla.
Við gerum kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynslu af vinnu með ungu fólki í tengslum við velferðar-, tómstunda- eða skólastarf. Framhaldsmenntun er kostur.
Starfsstöð kennslustjóra er á Flateyri og er búseta á atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 25. maí en gert er ráð fyrir að kennslustjóri hefji störf 1. júlí. Gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Vinnutími og viðvera verður eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir sendist á: skolastjori@lydflat.is
Upplýsingar veitir Helena Jónsdóttir, skólastjóri, í síma 661 7808