TAKK FYRIR OKKUR!
Blíðan er smiðjuhátíð sem haldin var í fyrsta skiptið í júní 2024.
Lýðskólinn á Flateyri stendur fyrir hátíðinni. Hátíðin samanstendur af tvennskonar smiðjum, útivistar- og listasmiðjum og endar á lokahófi þar sem afrakstur smiðjanna er sýndur ásamt tónlist og fleiri skemmtilegheitum.
Sjáumst í Blíðunni 2025!
Blíðan er smiðjuhátíð sem haldin er á vegum Lýðskólans á Flateyri og verður haldin í annað sinn 25.-28. júní 2025. Á hátíðinni er boðið upp á fjölbreyttar smiðjur þar sem þátttakendur fá tækifæri til að skapa, læra og njóta samveru í fallegu umhverfi. Smiðjurnar í ár eru vegglist, leiklist og náttúrunytjar.
Lokahóf
Hátíðinni lýkur með lokahófi laugardaginn 28. júní, þegar Blíðan rennur saman við bæjarhátíð Flateyrar. Þar verður afrakstur smiðjanna kynntur með sýningum, tónlist og öðrum viðburðum.
Lokahófið er öllum opið og gjaldfrjálst – við hvetjum öll til að mæta og fagna með okkur!
Þáttakendur þurfa að skrá sig neðst á síðunni – þar er einnig að finna praktísk atriði varðandi hátíðina.
Skráningargjald: 5000 kr
Innifalið í skráningargjaldi er:
Athugið að takmarkað pláss er í smiðjum.
Lærðu að nýta það sem finnst í náttúrunni! Þessi smiðja er fullkomin fyrir alla sem hafa áhuga á sjálfbærni og skapandi notkun náttúrulegra efna.
Í þessari smiðju munu þátttakendur læra hvernig hægt er að nýta náttúruleg efni úr umhverfinu til að búa til fallega og nytsamlega hluti. Við munum safna saman efnum úr náttúrunni og læra mismunandi aðferðir við að vinna með þessi efni.
Hvar og hvenær?
Mæting er í húsnæði Lýðskólans að Hafnarstræti 11 (efri hæð) á Flateyri miðvikudaginn 25.júní kl 13.00.
Fimmtudag og föstudag hefjast smiðjurnar kl 9 og standa til kl 16.
Á laugardegi er sameiginlegur hádegismatur og eftir hádegi er lokahóf.
Hvað er innifalið?
Smiðjurnar (búnaður, efni og kennsla), kaffi og snarl, kvöldmatur á miðvikudegi og hádegismatur á fimmtudegi, föstudegi og laugardegi og þátttaka í lokahófi.
Af hverju?
Smiðjurnar svipa mikið til námskeiða sem kennd eru í Lýðskólanum á Flateyri og leiðbeinendur smiðjana eru allt fólk sem tengist skólanum á einn eða annan hátt, flest eru þau útskrifaðir nemendur sem hafa skarað fram úr í sínu fagi eftir Lýðskólann.
Fyrir hvern?
Hátíðin er opin öllum sem eru 18 ára og eldri. Þau sem eru forvitin og langar til að kynna sér Lýðskólann eru sérstaklega hvött til að skrá sig!