Samfélagsvika

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Samfélagsvika

Markmið námskeiðs
Markmið samfélagsviku er að nemendur fái frjálsar hendur og vinni í smærri hópum að verkefnum sem skila af sér afurð í formi viðburða, námskeiða, sýninga, vöru, þjónustu eða annars sem nýta má íbúum á Flateyri til góða.
Námskeiðslýsing

Í þessari viku fá nemendur frjálsar hendur, þau skipuleggja viðburði eða bjóða fram þjónustu til íbúa.Sem dæmi um viðburði eða þjónustu eru nytjamarkaður, piparkökubakstur, gluggaþrif, snjómokstur, jólaföndur, tarzanleikur o.s.frv. Auk þess er vikan nýtt til tiltektar í skólahúsnæði og nemendagörðum þannig að allir geti farið rólegir í jólafrí.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemandi geri sér grein fyrir hvað það er að vera hluti af samfélagi, að hver hlekkur skiptir máli.