Skapandi hljóðvinna

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Skapandi hljóðvinna

Markmið námskeiðs
Markmið námskeiðsins er að beina athygli nemenda að hljóðheiminum. Með því að leggja meiri áherslu á hljóð í umhverfinu getur skilningur og næmni til þess að rannsaka og tjá hugmyndir aukist.
Námskeiðslýsing

Kennsla felst í vettvangsferðum þar sem lögð er áhersla á að skynja umhverfið; stuðla að samþættingu skynjunar og skynsemi með virkri þáttöku og snertingu við umhverfið. Fjallað verður fræðilega um hljóð og eiginleika þess og munu nemendur öðlast grunnþekkingu í hljóðvinnslu.

Verkefnin miða að því að örva hæfileika nemenda til listsköpunar þar sem hljóð og tónar eru efniviðurinn og verða ýmsar skapandi leiðir reyndar í þeim efnum. Heimur ímyndunaraflsins á sér engin takmörk og verður leitast við að gefa nemendum frelsi til þess að finna hugmyndum sínum farveg með því að vinna úr tónum, hljóðum, þögnum; einir eða í samstarfi við aðra nemendur.