Skapandi ljósmyndun

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Skapandi ljósmyndun

Markmið námskeiðs
Á námskeiðinu nota nemendur myndavélina í listsköpun þar sem kennari aðstoðar nemendur við að finna sína rödd og sýn sem skapandi einstaklingar.
Námskeiðslýsing

Námskeiðið er einstaklingsmiðað og kennari vinnur náið með hverjum og einum hvort sem nemandinn hefur áhuga á listrænni ljósmyndun, tískuljósmyndun, portrait, heimildarljósmyndun eða þessu öllu.
Áhersla er lögð á að vinna með og nýta það sem til er í umhverfi okkar á Flateyri. Kennarinn leggur áherslu á að brjóta reglur, tilraunir og leikgleði. Það þarf ekki flóknar græjur eða flott myndver til að skapa, heldur góðar hugmyndir, hugrekki og það að þora einfaldlega að framkvæma.

Isley Reust

Ljósmyndari

Isley er þýsk/amerískur ljósmyndari og myndbandsgerðarkona. Isley vinnur út um allan heim; fyrst og fremst á skipum á heimskautasvæðum að mynda leiðangra, náttúrverndarstarf og vísindarannsóknir. Þegar hún er ekki úti á sjó, finnurðu hana á Vestfjörðum eða í Montana, þar sem hún býr til skiptis.