Skjáhönnun og vefsíðugerð

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Skjáhönnun og vefsíðugerð

Markmið námskeiðs
Markmið námskeiðsins er að nemendur geti smíðað sínar eigin stafrænu lausnir hvort sem það sé vefur, app eða annarskonar stafrænar lausnir, sem eru notendavænar, aðgengilegar og flottar.
Námskeiðslýsing

Nemendur kynnast því hvað fellst í starfi viðmótshönnuðar og fá innsýn í þau fjölbreyttu tól, aðferðir og hugmyndafræði sem notast er við í vefsíðugerð og skjáhönnun.

Kennsluhættir eru í formi fyrirlestra, verkefna og æfinga þar sem nemendur tileinka sér learn by doing.

Embla Rún Gunnarsdóttir

Viðmótshönnuður

Embla starfar sem viðmótshönnuður hjá hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Þar hefur hún unnið í verkefnum með fyrirtækum eins og CCP, Póstinum, Vodafone, Ísland.is og fleiri.

Áður starfaði hún í þrjú ár hjá sprotafyrirtækinu Taktikal þar sem hún vann við vöruþróun og ásýnd fyrirtækisins.

Hún útskrifaðist sem grafískur miðlari úr Tækniskólanum árið 2017 og fór beint í Vefskólann og útskrifaðist þaðan árið 2019