Kannaðir eru óendanlegar uppsprettur ímyndunaraflsins og hvernig hugmyndir vakna og leiða að öðrum hugmyndum.
Námskeiðslýsing
Unnið er með samvinnutækni listamannsins, jákvæð samskipti og uppbyggingu framsetninga á spunum. Fariðverður í framkomuæfingar, unniðmeðtextaogtalaðmál, líkamsvitundogtilfinningastjórnun í sköpun.
Ársæll Sigurlaugar Níelsson
Leikari, framleiðandi og gestgjafi
Ársæll er af vestfirsku bergi brotinn. Borinn og barnfæddur Tálknfirðingur búsettur í Reykjavík, þar sem hann m.a. tekur á móti erlendum gestum og leiðir þá í sannleikann um íslenska sögu og matar-og drykkjarmenningu.
Ársæll lærði leiklist í The Commedia School í Kaupmannahöfn og stundar nám í Skapandi Greinum við Háskólann á Bifröst. Hann hefur í gegnum árin haldið fjölda námskeiða í tjáningu, framkomu og leiklist. Hann er annar eiganda framleiðslufyrirtækissins Arcus Films, ásamt eiginkonu sinni Marzibil Sæumndardóttur, en saman framleiða þau ýmis kvikmyndaverkefni og stofnuðu auk þess kvikmyndahátíðina Northern Lights Fantastic Film Festival. Þá sinnir hann enn leiklist og ýmsu viðburðarhaldi í hjáverkum.