Umhverfið og lokaundirbúningur

Lengd námskeiðs

4 dagar

Lengd námskeiðs

4 dagar

Umhverfið og lokaundirbúningur

Markmið námskeiðs
Að nemendur skynji áhrif þeirra á litla samfélagið á Flateyri.
Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði eru nemendur hvattir til að hugsa innávið og velta fyrir sér hverju þau hafi áorkað á vetrinum. Hvar var ég, hver er ég núna og hvert stefni ég (ég í fortíð, nútíð, framtíð).

Þá vinna nemendur að skipulagningu síðustu viku skólaársins þar sem þau eru hvött til að hugsa til þess hvernig samfélagið (á Flateyri) minnist þeirra sem hóps. Nemendur fá aðstoð til að skipuleggja t.d. viðburð eða útgáfu, allt eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um.

Á námskeiðinu er einnig lögð áhersla á umhverfi Flateyrar og munu nemendur taka til hendinni, tína rusl, sópa gangstéttar og fara í fjöruhreinsun í nágrenninu svo eitthvað sé nefnt.

Þá skipuleggja nemendur hvernig lokafrágangi og þrifum á nemendagörðum verði háttað fyrir brottför.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að hver og einn einstaklingur skiptir máli í öllum samfélögum, hversu stór eða lítil sem þau eru.