Markmið námskeiðsins, sem er fyrsta námskeið haustannar, er að kynna Flateyri fyrir nemendum og nemendur fyrir Flateyri og hver fyrir öðrum. Að búa til húsreglur og samkomulag milli nemenda, ræða um samskipti og samstarf. Fara yfir grunn í umgengni, þrifum og innkaupum. Sjálfbærni samfélagsins verður einnig til umræðu en hugtakinu verður fléttað inn í velflest námskeið skólaársins.
Námskeiðslýsing
Tökum umræður um samstarf og samskipti og lærum að búa saman, sjálfstæð, í sátt og samlyndi.
Nemendur fá kynningu á helstu þáttum heimilishalds. Rætt verður um hagkvæm innkaup, þrif á húsnæði og umgengni, hvernig skuli flokka rusl, setja húsreglur og þrifaplön, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður áhersla á ýmiss konar hópefli til að hrista hópinn saman, kynnast og læra að bera virðingu hvert fyrir öðru.
Farið verður í gönguferðir um þorpið þar sem nemendum eru kynntir helstu staðhættir, sem og afþreying sem er í boði í þorpinu. Hópurinn fer saman á Ísafjörð þar sem farið er í gönguferð um miðbæinn og helstu staðhættir kynntir.
Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs: Kunna á þvottavél, uppþvottavél, eldunartæki. Þekkja helstu staðhætti á Flateyri og Ísafirði