Brettið og brimið

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Brettið og brimið

Markmið námskeiðs
Að nemendur fái að kynnast brimbrettaiðkun, helsta búnaði og öryggisatriðum sem hafa þarf í huga við sportið.
Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði er kennd tækni við að stunda brimbretti. Nemendur fá fræðslu um búnað sem notaður er í sportinu, umhirðu og umgengni. Farið verður í jafnvægisæfingar innandyra, síðan er æft í sundlaug og að lokum farið í raunverulegar aðstæður í sjó. Nemendur læra að lesa í öldurnar og umhverfið með öryggi í fyrirrúmi.

Hér fyrir vestan eru kjöraðstæður fyrir brimbrettaiðkun, þar sem nemandinn er umvafinn fjöllum og krafti náttúrunnar og því frábært tækifæri til að prófa þetta sport.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemandi kunni grunn í brimbrettaiðkun.