Ferðamennska og klettaklifur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Ferðamennska og klettaklifur

Markmið námskeiðs
Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöður útivistar og ferðamennsku á fjöllum ásamt því að kynna grunnatriði klettaklifurs.
Námskeiðslýsing

Áhersla er á örugga ferðamennsku með áherslu á góðan undirbúning. Farið verður yfir helsta fatnað og útbúnað sem þarf, umgengni og viðhald búnaðar, undirbúning ferðalaga, pökkun og fleira. Kennd verða undirstöðuatriði í notkun GPS-tækja, áttavita og notkun korta.

 

Kennt verða grunnatriði klettaklifurs. Farið verður yfir það hvernig skal bera sig að í fjalllendi og sérstaklega er farið yfir grunnatriði í línuvinnu og annan öryggisbúnað sem nauðsynlegur er.

 

Stór hluti námskeiðsins fer fram utandyra þar sem kennari leiðir nemendur í gegnum æfingar sem miða að ofangreindu markmiði, ásamt því sem nemendur fara í lengri og styttri ferðir með kennara og aðstoðarmönnum. Farið verður í nokkrar dagsgönguferðir á stórÖnundarfjarðarsvæðinu auk einnar gönguferðar þar sem gist verður í tjaldi.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Í lok námskeiðs eiga nemendur hafa öðlast reynslu af stuttum gönguferðum, geta valið útbúnað og hafa almenna þekkingu á grunnþáttum útivistarlífstíls. Þau skulu vera fær í að undirbúa sig og stunda ferðamennsku á eigin vegum.