Fjallamennska 2 og ísklifur

Lengd námskeiðs

3 vikur

Lengd námskeiðs

3 vikur

Fjallamennska 2 og ísklifur

Markmið námskeiðs
Að nemendur dýpki þekkingu sína á vetrarferðamennsku og kynnist grunnþáttum ísklifurs.
Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður byggt á þeim grunni sem farið er yfir í námskeiðinu Fjallamennska 1 sem kennt er á haustönn. Lögð verður áhersla á að gera nemendur hæfa til að stunda fjallamennsku á Íslandi við erfiðar aðstæður að vetrarlagi. Farið verður yfir það hvernig skal bera sig að í fjalllendi að vetrarlagi og sérstaklega yfir notkun ísaxa, mannbrodda og annars öryggisbúnaðar í vetrarfjallamennsku. Einnig verður farið yfir almenn snjóflóðafræði, mat á snjóflóðahættu, fyrstu hjálp og félagabjörgun úr snjóflóðum.

 

Stór hluti námskeiðsins fer fram utandyra þar sem kennari leiðir nemendur í gegnum æfingar sem miða að ofangreindu markmiði. Mikil áhersla verður lögð á styttri og lengri ferðir og að nemendur stundi af krafti útivist, hvort sem er á fjallaskíðum, þrúgum eða á göngu í snjó. Farið verður í lengri og styttri ferðir með kennurum og aðstoðarmönnum.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Í lok námskeiðs eiga nemendur hafa öðlast reynslu af vetrargönguferðum og vera fær í að undirbúa sig og stunda ferðamennsku á eigin vegum allan ársins hring. Eftir námskeiðið á nemandinn að vera með grunnskilning á snjóflóðahættu og félagabjörgun úr snjóflóðum.