Skógurinn

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Skógurinn

Markmið námskeiðs
Að nemendur kynnist töfrum skógarins, kynnist möguleikum til uppbyggingar mannvirkis í skógi, og öðlist þjálfun í samvinnu við afmarkað verkefni úti í skógi.
Námskeiðslýsing

Á fyrsta degi er kynning á skógum til útivistar og ýmsum möguleikum velt upp. Í kjölfarið er farið í skoðunarferð í nærliggjandi skóg og metið hvaða verkefni eigi að vinna að það sem eftir er vikunnar. Þá er mannvirki hannað og það smíðað eða byggt upp. Unnið er að uppbyggingunni þessa viku og í lokin er íbúum og velunnurum boðið til að skoða mannvirkið. Verkefni geta til dæmis veriðgöngustígur/ar, tröppur, skýli, eldstæði, bekkir, brú, leiktæki, áningarstaðir o.s.frv.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemendur fái tækifæri til að vinna með sköpunargleðina utandyra með skóg sem meginviðfangsefni.