Svæðisleiðsögn

Lengd námskeiðs

1 vika

Lengd námskeiðs

1 vika

Svæðisleiðsögn

Markmið námskeiðs
Markmið námskeiðsins er að nemendur læri um Vestfirði frá sjónarhorni leiðsögumanns.
Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu er verið að taka saman þá þekkingu og reynslu sem nemendur hafa aflað sér á námskeiðum vetrarins.

Nemendum eru kynnt ýmis verkfæri, eins og svæðislýsingar m.t.t. til náttúrufars og landslags, sem og sagnir úr annálum, Íslendingasögum o.s.frv.

Nemendur fá að æfa sig í að draga saman upplýsingar um tiltekið/n svæði og gera áætlun og leiðsagnarhandrit fyrir tiltekið svæði.

Áhersla verður lögð á að skipuleggja og leiðsegja styttri ferðir á Vestfjörðum.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Nemendur kunni að skipuleggja og leiðsegja styttri og lengri ferðir á Vestfjörðum.