Vestfirðir

Lengd námskeiðs

2 vikur

Lengd námskeiðs

2 vikur

Vestfirðir

Markmið námskeiðs
Markmiðið er að nemendur fái kynningu á atvinnuháttum og samfélaginu á Vestfjörðum með sjálfbærni samfélagsins að leiðarljósi.
Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í hina fjölbreyttu atvinnuhætti á Vestfjörðum.

Sjálfbærnihugtakið verður útgangspunktur námskeiðsins og snert verður á umhverfismálum, atvinnulífi og samfélagslegum málum sem snúa t.d. að heilsu, velferð og efnahag. Nemendur öðlast skilning á því að náttúran setur umsvifum fólks takmörk og búseta á norðurhjara er oft á tíðum flókin og háð takmörkunum.

Nemendur fá kynningu á landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu, hátækni og nýsköpun, svo eitthvað sé nefnt. Á þessu námskeiði munu nemendur m.a. heimsækja bóndabæ þar sem þau kynnast bústörfum og heimsækja fyrirtæki á svæðinu, kynnast starfsemi þeirra og framleiðslu. Nemendur kynna sér fyrirtæki í sjávarútvegi, fara út á sjó og fræðast um fiskeldi. Þá verður ferðaþjónusta á svæðinu kynnt, sem og orkuframleiðsla, skógrækt og margt fleira.

Umhverfismál verða til umfjöllunar og einnig innviðir á Vestfjörðum sem snúa að samgöngum og orkumálum auk þjónustu til íbúanna sem er margþætt, allt frá fræðslu, heilbrigðisþjónustu til fráveitu og sorpmála.

Á námskeiðinu verða ir og þorp heimsótt til að nemendur átti sig á mismunandi áherslum og áskorunum á hverjum stað. Þá veur áhersla lögð á að ná samtali við sveitarstjórnarfólk á svæðinu og heyra um bakgrunn þeirra og framtíðarsýn.

Á seinni hluta námskeiðsins vinna nemendur greiningu á tækifærum svæðisins og kynna útkomuna.

Lærdómur/hæfni í lok námskeiðs:
Að nemendur þekki til helstu atvinnuvega á svæðinu, þjónustu og innviða, auk helstu áskorana svæðisins með sjálfbærni að leiðarljósi.