Málþing um lýðskóla á Íslandi og skólasetning Lýðskólans á Flateyri – spennandi dagskrá!

Laugardaginn 21. september 2019 verður Lýðskólinn á Flateyri settur í annað sinn. Í tengslum við setningu skólans verður haldið málþing um lýðskóla á Íslandi að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.

Dagskrá dagsins er afar fjölbreytt og spennandi

Kl. 13.00 Málþing um Lýðskóla á Íslandi í húsnæði Lýðskólans

Málþing um lýðskóla á Íslandi í húsnæði Lýðskólans á Flateyri. Málþinginu stýrir Runólfur Ágústsson.

Stutt innlegg: 

  • Stofnun Lýðskólans á Flateyri, staða, reynsla og næstu skref: Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri.
  • Hvar er „Havanið“ okkar?: Sif Vígþórsdóttir, stjórnarformaður LUNGA
  • Undirbúningur íþróttalýðskóla á Laugarvatni: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
  • Samfélagsleg áhrif lýðskóla: Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Reynslusögur: 

  • Nokkrir nemendur Lýðskólans á Flateyri segja frá síðasta skólaári og gildi náms og skóla.

Stefna stjórnvalda í málefnum lýðskóla: 

  • Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Umræður og fyrirspurnir

Kl. 15.30 Skólasetning í samkomuhúsi Flateyringa:

Kynnir er Dagný Arnalds. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, flytur ræðu, Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðskólans flytur ávarp og Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri, setur skólann. Tónlist: Frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Kl. 18.00 Opið verður fyrir kvöldmat í Vagninum,

Gamanmyndahátíðin býður í fiskiveislu gegn vægu gjaldi.

Kl. 23.35 Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Sæbjargar við höfnina.

Kl. 23.50 Dansleikur á Vagninum: Á mót sól…