Sæktu um!
Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2019 er 15. júní n.k.
Afgreiðsla umsókna hefst 10. apríl og verða umsóknir sem berast fyrir þann tíma settar í forgang. Eftir það afgreiðum við umsóknir jafnóðum og þær berast. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef þú sækir um og það er þegar orðið fullt er þér boðið að vera á biðlista.
Þegar umsókn þín hefur verið afgreidd færðu póst með upplýsingum um afgreiðslu umsóknarinnar og praktískum atriðum sem snúa að greiðslu skólagjalda og næstu skrefum í tengslum við skólavist þína.