Hjá Lýðháskólanum á Flateyri höfum við nú þegar staðfest skólavist fyrir um 2/3 hluta þeirra nemenda sem við getum tekið við fyrir næsta vetur. Við sjáum því fram á afar spennandi og lærdómsríkan vetur með hópi af nemendum úr ólíkum áttum, með ólíkar væntingar. En allir eiga væntanlegir nemendur sameiginlegt: að vilja taka frá heilan vetur, læra eitthvað nýtt og reyna á sig við nýjar aðstæður.
Við getum enn bætt við okkur nokkrum nemendum sem vilja vera með okkur á Flateyri næsta vetur!
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2018-2019 rennur út á miðnætti 21. júní.
Til að eiga öruggt skólapláss og húsnæði á heimavist þurfa umsóknir að berast fyrir þann tíma.
Eftir 21. júní munum við áfram taka við umsóknum og munum við afgreiða umsóknir um leið og þær berast.
Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðháskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.
Sótt er um á vefsvæði skólans: https://lydflat.is/umsokn/