Útskrift nemenda við Lýðskólann á Flateyri

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna útskrift nemenda okkar fyrir skólaárið 2019 – 2020.

Undir venjulegum kringumstæðum myndum við bjóða alla fjölskyldumeðlimi, vini og íbúa Önundarfjarðar hjartanlega velkomna til að fagna með okkur. En vegna aðstæðna í samfélaginu verður útskriftin í þetta sinn eingöngu fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Til að leyfa fleirum að njóta þessar stundar með okkur, ætlum við að gera okkar besta til að streyma útskriftinni beint á facebooksíðu skólans.

Okkur langar að þakka öllum sem ætluðu að vera viðstaddir útskriftina en vonumst jafnframt til að sem flestir geti samt fagnað með okkur í netheimum!

Nemendur hafa á skólaárinu unnið að allskyns listaverkum sem verða til sýnis yfir komandi helgi og verður þeim komið fyrir á hinum og þessum stöðum á Flateyri, þannig getum við notið listaverkanna og virt tilmæli sóttvarnarlæknis. Til að leyfa sem flestum að njóta þeirra, munum við taka myndir af verkunum sem og gera stutt myndbönd sem við svo setjum á facebooksíðu skólans.

Útskriftin hefst klukkan 14.00 á morgun laugardaginn 8. 8. 2020.

Hlökkum til að fagna með ykkur þó svo að það sé með öðru sniði að þessu sinni.