Viltu flytja til Flateyrar? – Nýtt starf við Lýðskólann

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir starfsmanni. Við bjóðum sveigjanlegan vinnutíma og krefjandi starfsumhverfi sem reynir á félagsfærni og áhuga á fólki. Meðal verkefna er þróun nýrrar alþjóðabrautar skólans og þátttaka í stjórnun og skipulagningu daglegs skólastarfs í samvinnu við aðra starfsmenn skólans. Mögulegt er að kennsla einstakra námskeiða verði hluti starfsins. Á litlum vinnustað göngum við öll störf eins og að aðstoða nemendur, bera stóla, raða í uppþvottavél og semja námsskrá.

Við leitum að dugmiklum einstaklingi sem státar af skipulags- og samskiptahæfni og hefur getu til að hugsa út fyrir boxið. Við viljum ráða ábyrgðarfulla manneskju sem brennur fyrir sköpun og hefur vilja til þess að gera betur og ná lengra. Reynsla af því að vinna með ungu fólki á öllum aldri er kostur. Þekking á skólastarfi og reynsla af skipulagningu og þróun námskeiða er æskileg.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 699 7535 eða í netfanginu skolastjori@lydflat.is

 

Umsóknir sendist á  skolastjori@lydflat.is fyrir 15. maí. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst.