Lýðskólinn á Flateyri er að forminu til félag sem stofnað var á Flateyri 1. maí 2017. Stofnfélagara eru þeir sem skráðir voru við stofnun félagsins og hafa þeir allir sömu réttindi og bera sömu skyldur gagnvart skólanum. Skólinn er ekki rekinn með fjárhagslegan ágóða að markmiði.
Stjórn Lýðskólans á Flateyri kosin á aðalfundi 4.maí 2024:
Runólfur Ágústsson – stjórnarformaður
Ingibjörg Guðmundsdóttir – Stjórn
Gerður Ágústa Sigmundsdóttir – Stjórn
Hafdís Gunnarsdóttir – Stjórn
Ívar Kristjánsson – Stjórn
Steinþór Bjarni Kristjánsson – Varastjórn
Rúnar Karlsson – Varastjórn
Helena Jónsdóttir – Varastjórn
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir – skólastjóri og framkvæmdarstjóri, ráðin af stjórn
Samþykktir:
Samþykktir Lýðskólans á Flateyri (.pdf)
Starfsreglur stjórnar Lýðskólans á Flateyri (.pdf)
Starfsáætlanir:
Starfsáætlun Lýðskólans á Flateyri 2022-2023 (.pdf)
Starfsáætlun Lýðskólans á Flateyri 2023-2024 (.pdf)
Viðurkenning MMS:
Viðurkenning Menntamálastofnunar (.pdf)
Samningar við MRN:
Styrktarsamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis við Lýðskólann á Flateyri 2020-2021 (.pdf)
Viðauki við samning Lýðskólans á Flateyri – haust 2022 (.pdf)
Viðauki við samning Lýðskólans á Flateyri – haust 2023 (.pdf)
Skólanámskrá:
Skólanámskrá Lýðskólans á Flateyri (.pdf)
Gæðamat:
Gæðaskýrsla skólaársins 2023-2024 (.pdf)
Gæðaskýrsla skólaársins 2022-2023 (.pdf)
Gæðaskýrsla skólaársins 2021-2022 (.docx)
Gæðaskýrsla skólaársins 2020-2021 (.pdf)
Gæðaskýrsla skólaársins 2019-2020 (.pdf)
Gæðaskýrsla skólaársins 2018-2019 (.pdf)
Ársreikningar:
Ársreikningur 2023 (.pdf)
Ársreikningur 2022 (.pdf)
Ársreikningur 2021 (.pdf)
Ársreikningur 2020 (.pdf)
Ársreikningur 2019 (.pdf)
Ársreikningur 2018 (.pdf)
Lýðskólinn á Flateyri er samfélag nemenda, kennara og íbúa á Flateyri og nærsveita. Í slíku samfélagi ber okkur öllum jafnmikil skylda til að taka ábyrgð á gjörðum okkar, orðum og störfum og ekki síst okkur sjálfum. Við berum virðingu hvert fyrir öðru, komum fram hvert við annað af heiðarleika, sanngirni og réttlæti og berum hag samferðamanna okkar ávallt fyrir brjósti um leið og við berum virðingu fyrir sjálfum okkur.
Jafnvel þótt við gerum okkar besta og meinum vel er það nú einu sinni svo að við erum ólík, hugsum á mismunandi vegu og það sem einum finnst í lagi finnst öðrum vera merki um hamfarir. Í því geta siðareglur þrátt fyrir allt komið okkur langt í því að styðja við okkur sem samfélag fólks sem mun þurfa að verja saman töluverðum hluta sólarhringsins þá mánuði sem við búum saman á Flateyri.
Almennar reglur
Siðareglur nemenda
Siðareglur kennara
Eineltisáætlun Lýðskólans á Flateyri
Nemendur og starfsfólk skulu koma fram við hvert annað af kurteisi og virðingu í öllum samskiptum. Einelti er ekki liðið við skólann. Ef upp kemur grunur um einelti innan skólans er tekið á þeim málum og þau sett í ferli.
Eineltisáætlun Lýðskólans á Flateyri er aðgengileg hér.
Viðbragðsáætlun við einelti:
Viðbrögð við kynbundnu áreiti og ofbeldi
Kynferðislegt áreiti eða ofbeldi og kynbundið áreiti eða ofbeldi er ekki liðið við Lýðskólann á Flateyri hvort sem er innan eða utan hefðbundins skólastarfs.
Ef einstaklingur innan skólasamfélagsins telur sig hafa orðið fyrir slíku ber skólasamfélaginu að bregðast við skjótt og örugglega og vinna í samræmi við þær verklagsreglur sem eru aðgengilegar hér.
Meðferð ágreiningsmála og brota á siðareglum
Við leggjum okkur öll fram við að leysa ágreining og vandamál strax og þau koma upp. Við byrjum á því að reyna að leysa þau innan hópsins, með aðstoð kennara ef það á við. Á morgunfundum er jafnframt tilvalið tækifæri til að taka upp mál sem ekki hefur fengist lausn við í smærri hópum. Ef lausn fæst ekki eða ef ágreiningsmál eru stærri eða af öðrum toga en þeim sem leysa má í smærri hópum, snúum við okkur til skólastjóra (kennslustjóra í hennar fjarveru) og óskum eftir íhlutun.
Skipulag, viðurlög og kæruleiðir
Skólastjóri tekur við ábendingum og kærum frá aðilum utan og innan skólans. Skólastjóri úrskurðar um mál sem upp kunna að koma og tengjast starfsfólki, kennurum og nemendum og gjörðum þessara aðila, bæði innan skólatíma og utan. Ráðið getur tekið mál upp að eigin frumkvæði telji það ástæðu til.
Við málsmeðferð skal skólastjóri gæta meginreglna stjórnsýslulaga um upplýsingaöflun, meðalhóf og andmælarétt og úrskurðir ráðsins skulu vera afdráttarlausir og rökstuddir með vísun í brot á siðareglum.
Heimilt er að vísa ákvörðunum skólastjóra til stjórnar skólans til úrskurðar.
Ef upp kemur grunur eða um staðfest brot á siðareglum er að ræða geta nemendur, kennarar, starfsfólk og íbúar samfélagsins komið ábendingum um mál til skólastjóra sem tekur erindið upp. Ábendingum og tilkynningum er hægt að koma til skila í gegnum tilkynningagátt skólans hér að ofan.
Ábendingar eða tilkynningar má einnig senda á skólastjóra í tölvupósti á sigga@lydflat.is.
Vinnsla og gildi
Reglur þessar öðlast gildi með staðfestingu stjórnar Lýðskólans á Flateyri.
Reglur þessar eru kynntar öllum starfsmönnum, kennurum og nemendum. Þær skulu aðgengilegar á vef skólans.