Hugmyndabraut

Þetta er námsbrautin fyrir þau sem vilja þroskast og þróa sig áfram sem skapandi einstaklingar.

Nemendur munu öðlast þekkingu og færni í ferlum skapandi greina. Stuttmyndir, grafík, hljóðin í náttúrunni, spuni og hverskonar miðlun. Þetta eru tæki og tól í verkfærakistu nemenda sem hjálpar þeim að takast á við fjölbreytt verkefni á skapandi hátt.

Á Flateyri eru aðstæður kjörnar til hugmyndavinnu, skapandi starfs og sjálfseflingar. Nemendur hugsa, skapa, prufa sig áfram, fara út fyrir þægindarammann, hreyfa sig, vinna í höndunum og á stafræn formi.

 Á þessari braut munu nemendur:

  • Lenda í ævintýrum með nýjum vinum
  • Víkka sjóndeildarhringinn og læra eitthvað nýtt
  • Fá innsýn í fjölbreyttar skapandi greinar
  • Prófa sig í nýjum aðstæðum
  • Kynnast sjálfum sér betur og þroskast sem skapandi einstaklingar

Námskeiðin