Viltu upplifa ævintýri?

Sæktu um

Viltu upplifa ævintýri?

Sæktu um

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til að prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Við Lýðskólann á Flateyri ert þú, sem nemandi, í miðjunni. Þú færð stuðning frá kennurum, samfélagi nemenda og íbúa á Flateyri þar sem þekking, færni og hæfni nemenda verða til með þátttöku þeirra í verkefnum sem tengjast atvinnulífi, samfélagi og menningu.

Lydskolinn_a_Flateyri-01 (002)

EITTHVAÐ FYRIR ÞIG?

Ungt fólk sem hefur nýlokið framhaldsskólaprófi velur gjarnan að fara í lýðskóla og fá þannig næði og tíma til að átta sig á styrkleikum sínum, veikleikum og vilja til frekara náms. Einnig er algengt að fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi sæki í lýðskóla og nýti þannig tækifæri sem þetta til að hefja nám á ný. Markmiðið er að fólk á öllum aldri geti dvalið í eina eða tvær annir við lýðskóla, kynnst nýjum stað og fólki, tekist á við ólík viðfangsefni og haft gagn og gaman af.

Hvað er að frétta?

Kynningarferð á Norðurlandi

Lýðskólinn á Flateyri er að kynna sig fyrir framhaldsskólanemum og öðrum áhugasömum á landinu. Næst á dagskrá: Norðurland Margeir, verkefnastjóri skólans, verður […]

Fréttabréf – Janúar 2023

Fyrsta fréttabréf vorannar er loksins komið!

Fréttabréf – Nóvember 2022

Síðasta fréttabréf Lýðskólans á árinu!

ELDRI FRÉTTIR